England og Skotland mætast í kvöld á Wembley í undankeppni HM 2018 en mikil spenna er í Bretlandi fyrir viðureign nágrannanna enda telja Skotar sig sjaldan hafa átt jafn miklu möguleika á móti stóra bróður.
Skotar hafa hinsvegar áhyggjur af því að þeir þurfa að spila í bleiku búningunum sínum.
Skoska karlalandsliðið hefur tapað 3 af 4 leikjum sínum í bleika búningnum og einhverjir hafa gengið svo langt að telja að álög séu á þessum búningi.
BBC fjallar aðeins um bleika búninginn og fyrri dæmi um það í fótboltanum þegar menn hafi talið að álög hafi verið á ákveðnum búningasettum liða. Það má finna þessa frétt BBC hér.
Við Íslendingar þekkjum það vel að vinna Skota í bleiku á þessu ári því bæði kvennalandsliðið og 21 árs landsliðið unnu bleika Skota í undankeppni Evrópumótsins.
Kvennalandsliðið vann 4-0 sigur á bleikum Skotum á Falkirk Stadium í júní þar sem Hallbera Guðný Gísladóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru allar á skotskónum.
Skotarnir hefndu reyndar fyrir það tap á Laugardalsvellinum í haust en það var leikur sem skipti engu máli því íslensku stelpurnar voru búnar að tryggja sig inn á EM í Hollandi.
Strákarnir í 21 árs landsliðinu unnu bleika Skota 2-0 í vonskuveðri á Víkingsvellinum í byrjun október. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin.
Skotarnir höfðu ekki heppnina með sér í þeim leik og Rúnar Alex Rúnarsson varði meðal annars vítaspyrnu frá þeim í stöðunni 1-0.
Við Íslendingar þekkjum það vel að vinna bleika Skota | Eru álög á búningnum?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti