Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Chris Christie og Rudy Giuliani hafa báðir staðið dyggilega með Trump og hafa fyrir vikið verið mátaðir við ráðherrastóla í væntanlegri ríkisstjórn. Nordicphotos/AFP Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira