Þessir gæjar kunna að refsa Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 12. nóvember 2016 07:00 „Það eru blendnar tilfinningar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þremur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendipunktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik.Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrirliðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðugleika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmtilegri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorfendum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum.Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðningsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þremur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendipunktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik.Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrirliðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðugleika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmtilegri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorfendum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum.Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðningsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira