Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 10:15 Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni „Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. Myndin að ofan var tekin við Hvalseyjarkirkju þegar Stöðvar 2-menn voru þar við upptökur. Þeir Eiríkur Hilmisson hljóðmaður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður standa fyrir framan kirkjuna en síðustu fréttir af norrænu byggðinni á Grænlandi eru frá brúðkaupi þar árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til fólksins. Viðfangsefni þáttanna er sem fyrr; upphaf Íslandssögunnar og rætur íslensku þjóðarinnar. Í þeim verða fleiri leyndardómar landnámssögunnar krufðir. Fjallað verður um eitt mesta siglingaafrek norrænna manna; landafundina á meginlandi Ameríku, sjálfa Vínlandsgátuna. Frægustu fornminjar eftir víkinga sem fundist hafa í Kanada verða heimsóttar.Myndefnis í þættina var aflað víða. Hér er Egill Aðalsteinsson að kvikmynda bæinn Kvam við Aurlandsfjörð í Sogni í Noregi. Kenningar eru um að þaðan hafi Auður djúpúðga verið ættuð og þessvegna valið landnámsbæ sínum i Dölum nafnið Hvamm.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fyrri hlutinn, ellefu þættir, var sýndur síðastliðinn vetur en síðari hlutinn hefst á morgun, mánudag, 14. nóvember. Í næstu níu þáttum verða einnig sögustaðir heimsóttir í öllum landsfjórðungum Íslands, rýnt í frásagnir af landnámshöfðingjum og spurt hvernig nýtt samfélag gat orðið til á Íslandi á undraskömmum tíma. Greint verður frá umdeildum en heillandi kenningum um að forn dulspeki hafi verið ráðandi þáttur í landnáminu. Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 19.55, á eftir viðtalsþætti 60 Minutes við Donald Trump, og ber undirtitilinn Höfðingarnir. Rýnt verður í sögu nokkurra stórhöfðingja íslensku landnámssögunnar, manna eins og Ingimundar gamla, Helga magra, Hrollaugs Rögnvaldssonar, Ólafs tvennumbrúna og Ketils hængs. Flestir hröktust úr fyrri heimkynnum til Íslands. Þar numu þeir stór héruð og gerðust landnámshöfðingjar. Víkingurinn „Ólafur tvennumbrúni" kvikmyndaður á víkingaskipi á vatni á Lófóten. Þar kennir hann norskum skólabörnum sögu eins af landsnámsmönnum Íslands.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.En voru sumir höfðingjanna bara örnefni og aldrei til, eins og Dýri í Dýrafirði? Hér má sjá kynningarstiklu þáttanna. Donald Trump Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni „Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. Myndin að ofan var tekin við Hvalseyjarkirkju þegar Stöðvar 2-menn voru þar við upptökur. Þeir Eiríkur Hilmisson hljóðmaður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður standa fyrir framan kirkjuna en síðustu fréttir af norrænu byggðinni á Grænlandi eru frá brúðkaupi þar árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til fólksins. Viðfangsefni þáttanna er sem fyrr; upphaf Íslandssögunnar og rætur íslensku þjóðarinnar. Í þeim verða fleiri leyndardómar landnámssögunnar krufðir. Fjallað verður um eitt mesta siglingaafrek norrænna manna; landafundina á meginlandi Ameríku, sjálfa Vínlandsgátuna. Frægustu fornminjar eftir víkinga sem fundist hafa í Kanada verða heimsóttar.Myndefnis í þættina var aflað víða. Hér er Egill Aðalsteinsson að kvikmynda bæinn Kvam við Aurlandsfjörð í Sogni í Noregi. Kenningar eru um að þaðan hafi Auður djúpúðga verið ættuð og þessvegna valið landnámsbæ sínum i Dölum nafnið Hvamm.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fyrri hlutinn, ellefu þættir, var sýndur síðastliðinn vetur en síðari hlutinn hefst á morgun, mánudag, 14. nóvember. Í næstu níu þáttum verða einnig sögustaðir heimsóttir í öllum landsfjórðungum Íslands, rýnt í frásagnir af landnámshöfðingjum og spurt hvernig nýtt samfélag gat orðið til á Íslandi á undraskömmum tíma. Greint verður frá umdeildum en heillandi kenningum um að forn dulspeki hafi verið ráðandi þáttur í landnáminu. Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 19.55, á eftir viðtalsþætti 60 Minutes við Donald Trump, og ber undirtitilinn Höfðingarnir. Rýnt verður í sögu nokkurra stórhöfðingja íslensku landnámssögunnar, manna eins og Ingimundar gamla, Helga magra, Hrollaugs Rögnvaldssonar, Ólafs tvennumbrúna og Ketils hængs. Flestir hröktust úr fyrri heimkynnum til Íslands. Þar numu þeir stór héruð og gerðust landnámshöfðingjar. Víkingurinn „Ólafur tvennumbrúni" kvikmyndaður á víkingaskipi á vatni á Lófóten. Þar kennir hann norskum skólabörnum sögu eins af landsnámsmönnum Íslands.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.En voru sumir höfðingjanna bara örnefni og aldrei til, eins og Dýri í Dýrafirði? Hér má sjá kynningarstiklu þáttanna.
Donald Trump Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45