Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 16:53 Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira