Efast um að myndun stjórnarinnar takist Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2016 05:30 Páll Valur Björnsson mynd/hörður sveinsson „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa um helgina rætt myndun stjórnar. Hugmyndin leggst misvel í fólk sem tilheyrir flokkunum þremur. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og bætir við að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði átt að vera síðasti kosturinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef ekkert á móti fólkinu í honum, kynntist mörgu frábæru fólki þarna sem þingmaður og eignaðist góða vini,“ segir Páll Valur. Hann telur formann Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum og það getur hann illa sætt sig við. „Þeir sviku Evrópusambandsloforðið og ég er ekkert tilbúinn til þess að fyrirgefa það strax.“ Páll Valur segist hafa komið skoðun sinni á framfæri á stjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og treysta honum. „Ef hann stendur fast á sínum prinsippum, þá enda þessar stjórnarmyndunarviðræður fljótlega. Því ég trúi ekki að hann gefi neitt eftir í þeim málum sem við höfum lagt áherslu á, eins og í landbúnaðarmálum,“ segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa um helgina rætt myndun stjórnar. Hugmyndin leggst misvel í fólk sem tilheyrir flokkunum þremur. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og bætir við að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði átt að vera síðasti kosturinn í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef ekkert á móti fólkinu í honum, kynntist mörgu frábæru fólki þarna sem þingmaður og eignaðist góða vini,“ segir Páll Valur. Hann telur formann Sjálfstæðisflokksins vera á móti kerfisbreytingum og það getur hann illa sætt sig við. „Þeir sviku Evrópusambandsloforðið og ég er ekkert tilbúinn til þess að fyrirgefa það strax.“ Páll Valur segist hafa komið skoðun sinni á framfæri á stjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og treysta honum. „Ef hann stendur fast á sínum prinsippum, þá enda þessar stjórnarmyndunarviðræður fljótlega. Því ég trúi ekki að hann gefi neitt eftir í þeim málum sem við höfum lagt áherslu á, eins og í landbúnaðarmálum,“ segir Páll Valur í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Þrír nýir þingmenn mættu á Sprengisand til að ræða stjórnmálin. 13. nóvember 2016 11:45
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07