Kúrekarnir unnu spennutrylli í Pittsburgh | Patriots tapaði á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 08:30 Ezekiel Elliott, vil vinstri, fagnar eftir leikinn í nótt. vísir/getty Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni. NFL Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira