Kúrekarnir unnu spennutrylli í Pittsburgh | Patriots tapaði á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 08:30 Ezekiel Elliott, vil vinstri, fagnar eftir leikinn í nótt. vísir/getty Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni. NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira