Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 12:30 Stephen Bannon, Donald Trump og Reince Preibus. Vísir/GEttY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira