Uppreisnarmenn undirbúa árás á mikilvæga borg ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 13:59 Uppreisnarmenn á ferð nærri al-Bab. Vísir/AFP Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrkjum, undirbúa sig nú fyrir árás á hina mikilvægu borg al-Bab í norðurhluta Sýrlands. Borgin er eins og er í haldi Íslamska ríkisins en uppreisnarmennirnir hafa sótt að borginni um nokkuð skeið. Al-Bab verður sífellt mikilvægari í stríðinu í Sýrlandi, en með hernámi borgarinnar væru uppreisnarmennirnir og Tyrkir í lykistöðu til að styðja við bakið á uppreisnarmönnum sem enn halda til í Aleppo. Borgin situr einnig á milli yfirráðasvæða Kúrda í norðurhluta landsins og er óttast að sókn uppreisnarmannanna gæti kynnt undir frekari átök á milli þeirra og Kúrda. Hægt er að sjá stöðuna á korti hér. Kúrdarnir standa nú í mikilli sókn að borginni Raqqa, höfuðvígis ISIS, og gætu átök milli þeirra og FSA hægt á eða jafnvel stöðvað sóknina. Meginátök Sýrlands snúa að stjórnarliðum Bashar al-Assad og bandamanna hans í Rússlandi, Íran og Líbanon gegn uppreisnarhópum sem styrktir eru af Tyrklandi, Bandaríkjunum og löndum Arabíuskaga eins og Sádi-Arabíu. Ofan á það eru fjölmargir vígahópar sem starfa jafnvel náið með uppreisnarhópum. Þá hafa Kúrdar lagt undir sig stór svæði í norðurhluta Sýrlands, en Tyrkir og uppreisnarhópar eru mjög á móti auknum umsvifum þeirra. Allar áðurnefndar fylkingar berjast svo gegn Íslamska ríkinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrkjum, undirbúa sig nú fyrir árás á hina mikilvægu borg al-Bab í norðurhluta Sýrlands. Borgin er eins og er í haldi Íslamska ríkisins en uppreisnarmennirnir hafa sótt að borginni um nokkuð skeið. Al-Bab verður sífellt mikilvægari í stríðinu í Sýrlandi, en með hernámi borgarinnar væru uppreisnarmennirnir og Tyrkir í lykistöðu til að styðja við bakið á uppreisnarmönnum sem enn halda til í Aleppo. Borgin situr einnig á milli yfirráðasvæða Kúrda í norðurhluta landsins og er óttast að sókn uppreisnarmannanna gæti kynnt undir frekari átök á milli þeirra og Kúrda. Hægt er að sjá stöðuna á korti hér. Kúrdarnir standa nú í mikilli sókn að borginni Raqqa, höfuðvígis ISIS, og gætu átök milli þeirra og FSA hægt á eða jafnvel stöðvað sóknina. Meginátök Sýrlands snúa að stjórnarliðum Bashar al-Assad og bandamanna hans í Rússlandi, Íran og Líbanon gegn uppreisnarhópum sem styrktir eru af Tyrklandi, Bandaríkjunum og löndum Arabíuskaga eins og Sádi-Arabíu. Ofan á það eru fjölmargir vígahópar sem starfa jafnvel náið með uppreisnarhópum. Þá hafa Kúrdar lagt undir sig stór svæði í norðurhluta Sýrlands, en Tyrkir og uppreisnarhópar eru mjög á móti auknum umsvifum þeirra. Allar áðurnefndar fylkingar berjast svo gegn Íslamska ríkinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira