Kjörmannakerfið á rætur sínar að rekja til þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 22:15 Teikning frá 19. öld af þrælum á bómullarakri í Louisiana. vísir/getty Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45
Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15