Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 20:30 Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. Þessi teymi, samtals tólf fulltrúar flokkanna, hafa unnið undanfarna sólarhringa að texta nýs stjórnarsáttamála á ótilgreindum stað. Aðrir þingmenn flokkanna en þeir sem taka þátt í þessari vinnu hafa ekki fengið upplýsingar um staðsetningu. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar héldu í dag sameiginlegan þingflokksfund þar sem línur voru lagðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom mjög sterkt fram á þessum fundi hvað þingmenn flokkanna væru samstíga í stórum og mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af þingstyrk Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði síðast á föstudag. Þá lagði þingflokkurinn blessun sína yfir formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn sem hófust svo í fjármálaráðuneytinu á laugardag. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við hafa áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar enda hefur hún aðeins eins þingmanns meirihluta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þó fullt og óskorað umboð þingflokksins til að leiða þessar viðræður farsællega til lykta. „Þetta getur verið vandamál en þetta getur líka verið styrkur. Ef menn eru samhentir þá er hægt að ná miklum árangri. Menn þurfa að vanda sig. Þetta er meira álag og menn þurfa að vera mjög duglegir ef menn ætla að halda svona tæpu meirihlutasamstarfi,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á því að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu ásteytingarsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum.Erfitt að ná málamiðlun um framhald aðildarviðræðna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við segja að erfiðasta málið í þessum viðræðum lúti að því hvernig eigi að ná málamiðlun um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið eða hvernig eigi að orða spurningu um framhald viðræðna sérstakri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Brynjar Níelsson er einn þeirra þingmanna sem furðar sig á því að þetta sé yfirleitt eitthvað atriði í viðræðum flokkanna því það sé hreinlega ekki í boði að fara í viðræður við sambandið í dag. Sérðu fyrir þér hvernig væri hægt að leysa þetta í stjórnarsáttmála þessara þriggja í ljósi ólíkrar stefnu flokkanna í þessu máli? „Ég held að það sé mjög flókið. Eini möguleikinn er að menn sammælist um að þingið afgreiði þetta með einum eða öðrum hætti síðar þegar sú staða er uppi að það verður mögulegt að fara í einhverjar aðildarviðræður,“ segir Brynjar. Í raun hafði Bjarni Benediktsson engan annan kost í stöðunni en að reyna myndun ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálstæðisflokks og Viðreisnar eftir að útséð varð með myndun ríkisstjórnar með þátttöku Vinstri grænna.Viðreisn og Björt framtíð hafa ekki hvikað frá þeirri kröfu að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. Þingmenn Viðreisnar finna fyrir miklum þrýstingi í baklandi sínu að láta ekki undan kröfu um kerfisbreytingar í sjávarútvegi í samræmi við stefnu flokksins. Hún felst í því að setja hluta aflaheimilda á uppboð á hverju ári. „Það er eðlilegt og sanngjarnt að samfélagið allt njóti fjárhagslegs ávinnings af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,“ segir í grunnstefnu Viðreisnar, bæklingi sem flokkurinn dreifði fyrir kosningar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja að í þingflokknum séu menn opnir fyrir kerfisbreytingum á sjávarútvegskerfinu svo lengi sem breytingarnar stuðli að sátt í samfélaginu og veiki ekki atvinnugreinina.Erfið málamiðlun í landbúnaði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segjast búast við að þegar landbúnaðarkerfið sé annars vegar verði einhvers konar málamiðlun ofan á sem byggi að hluta á þeirri stefnu sem mörkuð var með lagabreytingum sem fylgdu búvörusamningum sem samþykktir voru á Alþingi fyrr í haust. Þar var kveðið á um skipun starfshóps um endurskoðun búvörusamninganna. Tryggja átti aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni sem á að ljúka eigi síðar en 2019. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði starfshópinn í síðasta mánuði. Ekki hafa fengist svör við því hvernig málamiðlun um stefnu sem byggir á þessum grunni samrýmist áherslum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Eitt af því sem hefur verið nefnt í herbúðum Viðreisnar er að mögulegt sé að gera „táknrænar breytingar“ í landbúnaði sem séu óháðar síðustu búvörusamningum. Ekki fengust þó nánari upplýsingar um eðli þessara breytinga þar sem viðmælendur voru bundnir trúnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er líka inni í myndinni að fá bændur að samningaborðinu upp á nýtt og ráðast í kerfisbreytingar í sátt við þá sem gætu þá komið í stað síðustu búvörusamninga. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. Þessi teymi, samtals tólf fulltrúar flokkanna, hafa unnið undanfarna sólarhringa að texta nýs stjórnarsáttamála á ótilgreindum stað. Aðrir þingmenn flokkanna en þeir sem taka þátt í þessari vinnu hafa ekki fengið upplýsingar um staðsetningu. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar héldu í dag sameiginlegan þingflokksfund þar sem línur voru lagðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom mjög sterkt fram á þessum fundi hvað þingmenn flokkanna væru samstíga í stórum og mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af þingstyrk Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði síðast á föstudag. Þá lagði þingflokkurinn blessun sína yfir formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn sem hófust svo í fjármálaráðuneytinu á laugardag. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við hafa áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar enda hefur hún aðeins eins þingmanns meirihluta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þó fullt og óskorað umboð þingflokksins til að leiða þessar viðræður farsællega til lykta. „Þetta getur verið vandamál en þetta getur líka verið styrkur. Ef menn eru samhentir þá er hægt að ná miklum árangri. Menn þurfa að vanda sig. Þetta er meira álag og menn þurfa að vera mjög duglegir ef menn ætla að halda svona tæpu meirihlutasamstarfi,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á því að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu ásteytingarsteinn í stjórnarmyndunarviðræðum.Erfitt að ná málamiðlun um framhald aðildarviðræðna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við segja að erfiðasta málið í þessum viðræðum lúti að því hvernig eigi að ná málamiðlun um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið eða hvernig eigi að orða spurningu um framhald viðræðna sérstakri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Brynjar Níelsson er einn þeirra þingmanna sem furðar sig á því að þetta sé yfirleitt eitthvað atriði í viðræðum flokkanna því það sé hreinlega ekki í boði að fara í viðræður við sambandið í dag. Sérðu fyrir þér hvernig væri hægt að leysa þetta í stjórnarsáttmála þessara þriggja í ljósi ólíkrar stefnu flokkanna í þessu máli? „Ég held að það sé mjög flókið. Eini möguleikinn er að menn sammælist um að þingið afgreiði þetta með einum eða öðrum hætti síðar þegar sú staða er uppi að það verður mögulegt að fara í einhverjar aðildarviðræður,“ segir Brynjar. Í raun hafði Bjarni Benediktsson engan annan kost í stöðunni en að reyna myndun ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálstæðisflokks og Viðreisnar eftir að útséð varð með myndun ríkisstjórnar með þátttöku Vinstri grænna.Viðreisn og Björt framtíð hafa ekki hvikað frá þeirri kröfu að gera kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. Þingmenn Viðreisnar finna fyrir miklum þrýstingi í baklandi sínu að láta ekki undan kröfu um kerfisbreytingar í sjávarútvegi í samræmi við stefnu flokksins. Hún felst í því að setja hluta aflaheimilda á uppboð á hverju ári. „Það er eðlilegt og sanngjarnt að samfélagið allt njóti fjárhagslegs ávinnings af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,“ segir í grunnstefnu Viðreisnar, bæklingi sem flokkurinn dreifði fyrir kosningar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja að í þingflokknum séu menn opnir fyrir kerfisbreytingum á sjávarútvegskerfinu svo lengi sem breytingarnar stuðli að sátt í samfélaginu og veiki ekki atvinnugreinina.Erfið málamiðlun í landbúnaði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segjast búast við að þegar landbúnaðarkerfið sé annars vegar verði einhvers konar málamiðlun ofan á sem byggi að hluta á þeirri stefnu sem mörkuð var með lagabreytingum sem fylgdu búvörusamningum sem samþykktir voru á Alþingi fyrr í haust. Þar var kveðið á um skipun starfshóps um endurskoðun búvörusamninganna. Tryggja átti aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni sem á að ljúka eigi síðar en 2019. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði starfshópinn í síðasta mánuði. Ekki hafa fengist svör við því hvernig málamiðlun um stefnu sem byggir á þessum grunni samrýmist áherslum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Eitt af því sem hefur verið nefnt í herbúðum Viðreisnar er að mögulegt sé að gera „táknrænar breytingar“ í landbúnaði sem séu óháðar síðustu búvörusamningum. Ekki fengust þó nánari upplýsingar um eðli þessara breytinga þar sem viðmælendur voru bundnir trúnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er líka inni í myndinni að fá bændur að samningaborðinu upp á nýtt og ráðast í kerfisbreytingar í sátt við þá sem gætu þá komið í stað síðustu búvörusamninga.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16