Línur Trumps farnar að skýrast Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Trump ásamt Reince Priebus og Mike Pence, verðandi varaforseta. vísir/afp Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44