Heilbrigð samkeppni Erling Freyr Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun