Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. nóvember 2016 06:00 Bjarni Benediktsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands í gær. vísir/vilhelm Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48
Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59