Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent