Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59