Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 112-115 | Snæfell grátlega nálægt fyrsta sigrinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms, reyndist sínu liði drjúgur í kvöld. vísir/valli Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti