Körfubolti

Beina útsending kvöldsins færist í Breiðholtið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson og strákarnir úr Skagafirðinum komast ekki í bæinn í dag.
Pétur Rúnar Birgisson og strákarnir úr Skagafirðinum komast ekki í bæinn í dag. vi´sir/eyþór
Eins og kom fram í morgun er búið að fresta stórleik Stjörnunnar og Tindastóls í Domino's-deild karla í körfubolta vegna veðurs en Stólarnir eiga ekki heimangengt úr Skagafirðinum.

Sá leikur átti að vera í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD í kvöld en í staðinn verður Reykjavíkurslagur ÍR og KR sýndur í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 19.00.

Ekki verður hætt við beina útsendingu á stórleiknum. Stjarnan og Tindastóll verða í staðinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 17.50 en tvíhöfði verður á dagskrá annað kvöld.

Eftir leikinn í Garðabænum verður skipt til Keflavíkur þar sem heimamenn taka á móti nágrönnum sínum úr Grindavík. Þetta er í fyrsta sinn sem fjórir af sex leikjum einnar umferðar Domino's-deildar karla eru í beinni útsendingu.

Kvöldinu lýkur svo með Domino's-körfuboltakvöldi klukkan 22.00 og klukkan eitt eftir miðnætti verður viðureign Boston Celtics og Golden State Warriors í NBA-deildinni sýndur beint.

Körfuboltadagskrá fimmtudags og föstudags:

Í dag:

19.00 ÍR - KR, Stöð 2 Sport HD

Á morgun:

17.50 Stjarnan - Tindastóll, Stöð 2 Sport HD

19.50 Keflavík - Grindavík, Stöð 2 Sport HD

22.00 Domino's-Körfuboltakvöld, Stöð 2 Sport HD

01.00 Boston - Golden State, Stöð 2 Sport HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×