Merkel viðurkennir að ekki verði samið um TTIP úr þessu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Barack Obama halda í opinbera heimsókn til Perú. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira