Demókratar skoða samstarf við nýjan Bandaríkjaforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton segist helst hafa viljað hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út úr húsi aftur. Nordicphotos/AFP Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira