Opið bréf til íslenska okrarans Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2016 10:53 Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar