Kjarni máls Erling Freyr Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun