Fjendur tókust í hendur og ræddu nýja ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 22:09 Donald Trump og Mitt Romney eftir fund þeirra í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira