Clinton kallaði Trump hrekkjusvín en hann segir hana spillta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 08:12 Clinton og Trump í kappræðum í Washington-háskóla á dögunum. vísir/getty Hillary Clinton forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur hert baráttuna fyrir Hvíta húsinu og er nú orðin mun beinskeyttari í garð keppinautarins Donald Trump en áður. Tæp vika er í kosningarnar en kosið verður um það hvor þeirra mun gegna embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember. Clinton var stödd á kosningafundi í Flórída í gær þar sem hún kallaði Trump hrekkjusvín og sagði að í þrjá áratugi hafi hann ítrekað gert lítið úr, móðgað og ráðist að konum. Clinton kom á sviðið á fundinum ásamt Aliciu Machado sem er fyrrverandi Ungfrú Heimur. Machado hefur sagt frá því að Trump hafi kallað hana Svínku eftir að hún bætti aðeins á sig og sagði hann grimman mann. Hún hefði meðal annars glímt við átröskun vegna athugasemda Trump. Á kosningafundinum sagði Clinton að hún hefði lært það í barnaskóla að það væri ekki í lagi að móðga og særa fólk en á kosningafundi í Ohio var Barack Obama Bandaríkjaforseti á svipuðum nótum þegar hann sagði að Trump hefði eytt ævinni í að kalla konur „svín, hunda og subbur.“Trump var á kosningafundi í Wisconsin í gær. Hann sagði að Clinton væri spillt og að hún myndi leggja bandarískt heilbrigðiskerfi í rúst að eilífu. Þá hvatti hann þá kjósendur sem gert höfðu þau mistök að kjósa Clinton í utankjörfundaratkvæðagreiðslu að breyta atkvæði sínu áður en atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudag og kjósa hann. Wisconsin er eitt fárra ríkja í Bandaríkjunum þar sem kjósendum leyfist að breyta utankjörfundaratkvæði eftir á, það er að kjósa aftur. Það er augljóst að spennan er nú tekin að magnast enda aðeins tæp vika í kosningarnar eins og áður segir. Nýjustu vendingar í tölvupóstamálinu svokallaða, hefur komið Demókrötum illa og gert lítið úr þeim áætlunum Clinton að eyða síðustu vikunni í það að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Einnig hefur dregið á milli þeirra í könnunum og meðaltalskönnun breska ríkisútvarpsins metur stöðuna þannig að Clinton leiði baráttuna, en aðeins með fjörutíu og átta prósentum á móti fjörutíu og sex hjá Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30 Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Hillary Clinton forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur hert baráttuna fyrir Hvíta húsinu og er nú orðin mun beinskeyttari í garð keppinautarins Donald Trump en áður. Tæp vika er í kosningarnar en kosið verður um það hvor þeirra mun gegna embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember. Clinton var stödd á kosningafundi í Flórída í gær þar sem hún kallaði Trump hrekkjusvín og sagði að í þrjá áratugi hafi hann ítrekað gert lítið úr, móðgað og ráðist að konum. Clinton kom á sviðið á fundinum ásamt Aliciu Machado sem er fyrrverandi Ungfrú Heimur. Machado hefur sagt frá því að Trump hafi kallað hana Svínku eftir að hún bætti aðeins á sig og sagði hann grimman mann. Hún hefði meðal annars glímt við átröskun vegna athugasemda Trump. Á kosningafundinum sagði Clinton að hún hefði lært það í barnaskóla að það væri ekki í lagi að móðga og særa fólk en á kosningafundi í Ohio var Barack Obama Bandaríkjaforseti á svipuðum nótum þegar hann sagði að Trump hefði eytt ævinni í að kalla konur „svín, hunda og subbur.“Trump var á kosningafundi í Wisconsin í gær. Hann sagði að Clinton væri spillt og að hún myndi leggja bandarískt heilbrigðiskerfi í rúst að eilífu. Þá hvatti hann þá kjósendur sem gert höfðu þau mistök að kjósa Clinton í utankjörfundaratkvæðagreiðslu að breyta atkvæði sínu áður en atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudag og kjósa hann. Wisconsin er eitt fárra ríkja í Bandaríkjunum þar sem kjósendum leyfist að breyta utankjörfundaratkvæði eftir á, það er að kjósa aftur. Það er augljóst að spennan er nú tekin að magnast enda aðeins tæp vika í kosningarnar eins og áður segir. Nýjustu vendingar í tölvupóstamálinu svokallaða, hefur komið Demókrötum illa og gert lítið úr þeim áætlunum Clinton að eyða síðustu vikunni í það að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Einnig hefur dregið á milli þeirra í könnunum og meðaltalskönnun breska ríkisútvarpsins metur stöðuna þannig að Clinton leiði baráttuna, en aðeins með fjörutíu og átta prósentum á móti fjörutíu og sex hjá Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30 Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30
Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31