Einar K. segir forsætisnefnd ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 15:20 Einar K. Guðfinnsson var forseti Alþingis á nýliðnu kjörtímabili. vísir/Gva Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis á seinasta kjörtímabili segir að hvorki hann né forsætisnefnd þingsins hafi vitað af hækkun kjararáðs á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands sem samþykkt var síðastliðinn laugardag. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði í samfélaginu en meðal annars var samþykkt að þingfararkaup þingmanna myndi hækka um 44 prósent, eða úr 762.940 krónum í 1,1 milljón. Í frétt á vef DV er fjallað um ummæli Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun um að formenn allra flokka á þingi hefðu vitað fyrir kosningar af því að hækka ætti launin og að málið hefði meðal annars verið kynnt fyrir forsætisnefnd. Bjarni Benediktssson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fjölmiðlamenn í dag að hann hefði ekki vitað af hækkuninni og í samtali við Vísi segir Sigríður að hún hafi verið að vísa í bréf forseta Alþingis til kjararáðs í október í fyrra. Þá hafi hún verið að vísa í að málið hafi verið tekið fyrir í forsætisnefnd í fyrra og flokkarnir hafi því vitað af því að kjararáð væri að með launakjör þingmanna og ráðherra til skoðunar. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Lítur ekki á þingforseta sem verkalýðsleiðtoga þingmanna Í samtali við Vísi segir Einar einmitt að í október í fyrra hafi kjararáð skrifað forsætisnefnd bréf. „Það var efnislega á þá leið hvort við vildum koma einhverju sérstöku á framfæri því þeir væru að fjalla um mál þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Við tókum málið fyrir forsætisnefnd og það er allt rakið í úrskurði kjararáðs en okkar niðurstaða var sú að þetta væri bara mál ráðsins og að við myndum ekki kom að því enda lít ég ekki þannig á að forseti Alþingis sé einhver verkalýðsleiðtogi þingmanna,“ segir Einar. Hann bætir við að það sem forsætisnefnd hafi lagt áherslu á, og komi fram í úrskurðinum, að „almennt sé æskilegt að úrskurðir kjararáðs um launakjör alþingismanna séu kveðnir upp sem fyrst eftir að niðurstöður kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera liggi fyrir,“ eins og segir í úrskurði kjararáðs. Þannig hafi hvorki hann né forsætisnefnd haft önnur afskipti af málinu en í sæti í forsætisnefnd eiga forseti Alþingis og varaforsetar sem eru sex talsins. Því segir Einar að forsætisnefnd hafi ekki verið kunnugt um hækkunina sem ráðið samþykkti á laugardaginn. „Okkur var ekkert kunnugt um það og ég hafði ekki hugmynd um það. Kjararáð leitaði að minnsta kosti ekki til mín sem þingforseta meir um þetta mál og það var meðvituð ákvörðun mín og forsætisnefndar að hafa engan atbeina að þessu máli að öðru leyti en því sem er rakið í úrskurðinum.“Jón Þór Ólafsson, nýkjörinn þingmaður.Mun óska eftir upplýsingum frá forsætisnefnd Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem áttu áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd á seinasta kjörtímabili segir í samtali við Vísi að hann ætli að kalla eftir upplýsingum frá forsætisnefnd varðandi það hvernig fjallað var um málið í nefndinni. Hann muni meðal annars kalla eftir fundargerðum til að draga fram hver vissi hvað. Þá segir hann jafnframt að Píratar séu að skoða hvernig Alþingi geti beitt sér fyrir því að hækkunin verði afturkölluð, eins og verkalýðsfélögin hafa meðal annars verið að kalla eftir. „Það er mikilvægt að Alþingi aftengi þessa sprengju,“ segir Jón Þór. Alþingi Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis á seinasta kjörtímabili segir að hvorki hann né forsætisnefnd þingsins hafi vitað af hækkun kjararáðs á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands sem samþykkt var síðastliðinn laugardag. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði í samfélaginu en meðal annars var samþykkt að þingfararkaup þingmanna myndi hækka um 44 prósent, eða úr 762.940 krónum í 1,1 milljón. Í frétt á vef DV er fjallað um ummæli Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun um að formenn allra flokka á þingi hefðu vitað fyrir kosningar af því að hækka ætti launin og að málið hefði meðal annars verið kynnt fyrir forsætisnefnd. Bjarni Benediktssson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fjölmiðlamenn í dag að hann hefði ekki vitað af hækkuninni og í samtali við Vísi segir Sigríður að hún hafi verið að vísa í bréf forseta Alþingis til kjararáðs í október í fyrra. Þá hafi hún verið að vísa í að málið hafi verið tekið fyrir í forsætisnefnd í fyrra og flokkarnir hafi því vitað af því að kjararáð væri að með launakjör þingmanna og ráðherra til skoðunar. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Lítur ekki á þingforseta sem verkalýðsleiðtoga þingmanna Í samtali við Vísi segir Einar einmitt að í október í fyrra hafi kjararáð skrifað forsætisnefnd bréf. „Það var efnislega á þá leið hvort við vildum koma einhverju sérstöku á framfæri því þeir væru að fjalla um mál þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Við tókum málið fyrir forsætisnefnd og það er allt rakið í úrskurði kjararáðs en okkar niðurstaða var sú að þetta væri bara mál ráðsins og að við myndum ekki kom að því enda lít ég ekki þannig á að forseti Alþingis sé einhver verkalýðsleiðtogi þingmanna,“ segir Einar. Hann bætir við að það sem forsætisnefnd hafi lagt áherslu á, og komi fram í úrskurðinum, að „almennt sé æskilegt að úrskurðir kjararáðs um launakjör alþingismanna séu kveðnir upp sem fyrst eftir að niðurstöður kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera liggi fyrir,“ eins og segir í úrskurði kjararáðs. Þannig hafi hvorki hann né forsætisnefnd haft önnur afskipti af málinu en í sæti í forsætisnefnd eiga forseti Alþingis og varaforsetar sem eru sex talsins. Því segir Einar að forsætisnefnd hafi ekki verið kunnugt um hækkunina sem ráðið samþykkti á laugardaginn. „Okkur var ekkert kunnugt um það og ég hafði ekki hugmynd um það. Kjararáð leitaði að minnsta kosti ekki til mín sem þingforseta meir um þetta mál og það var meðvituð ákvörðun mín og forsætisnefndar að hafa engan atbeina að þessu máli að öðru leyti en því sem er rakið í úrskurðinum.“Jón Þór Ólafsson, nýkjörinn þingmaður.Mun óska eftir upplýsingum frá forsætisnefnd Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem áttu áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd á seinasta kjörtímabili segir í samtali við Vísi að hann ætli að kalla eftir upplýsingum frá forsætisnefnd varðandi það hvernig fjallað var um málið í nefndinni. Hann muni meðal annars kalla eftir fundargerðum til að draga fram hver vissi hvað. Þá segir hann jafnframt að Píratar séu að skoða hvernig Alþingi geti beitt sér fyrir því að hækkunin verði afturkölluð, eins og verkalýðsfélögin hafa meðal annars verið að kalla eftir. „Það er mikilvægt að Alþingi aftengi þessa sprengju,“ segir Jón Þór.
Alþingi Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00
Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17