Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 19:00 Um tíma leit út fyrir að Hillary Clinton væri að sigla rólega en örugglega fram úr Donald Trump en undanfarna daga hefur kvarnast úr fylgi hennar og í gær birtu ABC fréttastofan og Washington Post könnun sem sýna þau Trump og Clinton hnífjöfn. Meðaltal úr könnunum til lengri tíma er þó það sem gildir og því er of snemmt að segja hvort tilkynning alríkislögreglunnar á föstudaginn var, um að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði opnuð að nýju, ráði úrslitum, en hún hefur fært vopn í hendur andstæðingsins.Fleiri telja Trump nú trúverðugan Á kosningafundi í Wisconsin í gær hvatti Trump þá sem þegar hafa kosið Clinton utan kjörfundar til að ógilda atkvæði sitt og kjósa aftur, í ljósi nýrra upplýsinga. Ein helsta áskorun Clinton hefur frá upphafi verið að vinna traust hins almenna kjósenda en nýjustu vendingar virðast grafa undan því sem hafði áunnist. Í september sögðust jafnmargir telja Trump og Hillary trúverðug, en samkvæmt nýjustu könnunum bera fleiri traust til Trump, en þeir eru líka fleiri en áður sem segjast treysta hvorugu þeirra.Clinton ræðst að Trump Barack Obama kom Clinton til varnar á framboðsfundi í Ohio í gær og sagði að auðvitað hafi hún gert mistök. Það hafi hann líka gert, enga komist enginn sem sé 30 ár í eldlínu fjölmiðla hjá því að gera stundum mistök. Sjálf kom Clinton fram í fundi í Flórída og réðst af meiri hörku að andstæðingi sínum og stuðningsmönnum hans einnig. Sagðist hún hafa fengið upp í kok af þeirri neikvæðu, myrku og hættulegu sýn og reiði sem stuðningsmenn Donalds Trump hefðu og hvatti fólk til að hætta að horfa til fortíðar og líta frekar björtum augum á framtíðina. Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Um tíma leit út fyrir að Hillary Clinton væri að sigla rólega en örugglega fram úr Donald Trump en undanfarna daga hefur kvarnast úr fylgi hennar og í gær birtu ABC fréttastofan og Washington Post könnun sem sýna þau Trump og Clinton hnífjöfn. Meðaltal úr könnunum til lengri tíma er þó það sem gildir og því er of snemmt að segja hvort tilkynning alríkislögreglunnar á föstudaginn var, um að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði opnuð að nýju, ráði úrslitum, en hún hefur fært vopn í hendur andstæðingsins.Fleiri telja Trump nú trúverðugan Á kosningafundi í Wisconsin í gær hvatti Trump þá sem þegar hafa kosið Clinton utan kjörfundar til að ógilda atkvæði sitt og kjósa aftur, í ljósi nýrra upplýsinga. Ein helsta áskorun Clinton hefur frá upphafi verið að vinna traust hins almenna kjósenda en nýjustu vendingar virðast grafa undan því sem hafði áunnist. Í september sögðust jafnmargir telja Trump og Hillary trúverðug, en samkvæmt nýjustu könnunum bera fleiri traust til Trump, en þeir eru líka fleiri en áður sem segjast treysta hvorugu þeirra.Clinton ræðst að Trump Barack Obama kom Clinton til varnar á framboðsfundi í Ohio í gær og sagði að auðvitað hafi hún gert mistök. Það hafi hann líka gert, enga komist enginn sem sé 30 ár í eldlínu fjölmiðla hjá því að gera stundum mistök. Sjálf kom Clinton fram í fundi í Flórída og réðst af meiri hörku að andstæðingi sínum og stuðningsmönnum hans einnig. Sagðist hún hafa fengið upp í kok af þeirri neikvæðu, myrku og hættulegu sýn og reiði sem stuðningsmenn Donalds Trump hefðu og hvatti fólk til að hætta að horfa til fortíðar og líta frekar björtum augum á framtíðina.
Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira