Stórafmæli, plata og mynd hjá Ólafi Arnalds Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:00 Ólafur Arnalds er bjartsýnn, almennt séð, enda leikur lífið við hann þessa dagana. Vísir/Eyþór Árnason Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjölmiðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíómynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjölmiðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíómynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira