Benedikt verði forsætisráðherra Snærós Sindradóttir skrifar 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. Óttarr var í öðru bandalagi fyrir kosningar með Pírötum, VG og Samfylkingu. vísir/Anton Brink Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15
Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15