Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2016 20:59 Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton. Donald Trump Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton.
Donald Trump Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira