Svona afnemum við launahækkun þingmanna Jón Þór Ólafsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Ákvörðun Kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun gengur í besta falli gegn tilgangi laga um Kjararáð, og í versta falli er um beint lögbrot að ræða. „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði” eins og segir í lögunum svo „að ekki sé hætta á að úrskurðir [Kjararáðs] raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu [...] [Kjararáð] ber þannig að hafa hliðsjón af launastefnu á vinnumarkaðnum en ekki móta hana“ eins og kemur fram í greinargerð með lögunum og þar er sérstaklega ítrekað að: „Í frumvarpinu um kjararáð sem hér er gerð grein fyrir er fylgt sömu stefnu og hún reyndar ítrekuð [og] kveðið enn skýrar að orði um þetta efni.“ Heildarsamtök bæði launþega og atvinnurekenda krefjast þess að Alþingi aftengi þessa sprengju frá Kjararáði. Samtök Atvinnulífsins segja að: „Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði [og] skora a´ ny´tt Alþingi að hafna ny´legum a´kvo¨rðunum kjarara´ðs og leggja málið í sáttaferli.“ Alþýðusamband Íslands segir að: „ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka [...] Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.“ Úrskurður Kjararáðs hefur því nú þegar skapað hættu á að raska kjarasamningum þorra launafólks og sett stöðugleika efnahagslífsins í hættu. Það eru þrír aðilar sem geta aftengt sprengjuna og bera því ábyrgð. Kjararáð getur gefið út annan úrskurð sem lækkar laun ráðherra og þingmanna (stjórnarskráin bannar launalækkanir Forseta Íslands). Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun Kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Kjararáðs um miklar hækkanir launa ráðamanna umfram almenna launaþróun gengur í besta falli gegn tilgangi laga um Kjararáð, og í versta falli er um beint lögbrot að ræða. „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði” eins og segir í lögunum svo „að ekki sé hætta á að úrskurðir [Kjararáðs] raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu [...] [Kjararáð] ber þannig að hafa hliðsjón af launastefnu á vinnumarkaðnum en ekki móta hana“ eins og kemur fram í greinargerð með lögunum og þar er sérstaklega ítrekað að: „Í frumvarpinu um kjararáð sem hér er gerð grein fyrir er fylgt sömu stefnu og hún reyndar ítrekuð [og] kveðið enn skýrar að orði um þetta efni.“ Heildarsamtök bæði launþega og atvinnurekenda krefjast þess að Alþingi aftengi þessa sprengju frá Kjararáði. Samtök Atvinnulífsins segja að: „Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði [og] skora a´ ny´tt Alþingi að hafna ny´legum a´kvo¨rðunum kjarara´ðs og leggja málið í sáttaferli.“ Alþýðusamband Íslands segir að: „ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka [...] Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.“ Úrskurður Kjararáðs hefur því nú þegar skapað hættu á að raska kjarasamningum þorra launafólks og sett stöðugleika efnahagslífsins í hættu. Það eru þrír aðilar sem geta aftengt sprengjuna og bera því ábyrgð. Kjararáð getur gefið út annan úrskurð sem lækkar laun ráðherra og þingmanna (stjórnarskráin bannar launalækkanir Forseta Íslands). Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun Kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar