Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder er á því að það sé jafn slæm hugmynd að kjósa Donald Trump sem forseta og að biðja hann sjálfan keyra bíl.
Þessi blindi tónlistarsnillingur sagði þetta í viðtali við Philly.com eftir að hafa spilað á tónleikunum Get Out The Vote til stuðnings Hillary Clinton síðastliðinn föstudag í Fíladelfíu.
„Ef það kæmi upp neyðartilvik og þú þyrftir að komast á sjúkrahús með hraði, myndir þú vilja hafa mig við stýrið,“ spurði Wonder blaðamanninn. Blaðamaðurinn svaraði því neitandi og bætti Wonder við: „Því ég hef enga reynslu af akstri, ekki satt?“
Hann sagði reynslu Hillary Clinton af stjórnmálum gera hana að betri frambjóðanda en Donald Trump.
Að kjósa Trump væri eins og að láta Stevie Wonder keyra bíl, að mati Stevie Wonder
Birgir Olgeirsson skrifar
