Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2016 10:28 Sigur Bernie Sanders í Washington-ríki þykir sérstaklega mikilvægur fyrir áframhaldandi kosningabaráttu hans. Vísir/Getty Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Sú staðreynd að Donald Trump hefur unnið sigur í forsetakosningum vestanhafs hefur fengið margan til að velta fyrir sér ástæðunni. Þar spilar augljóslega margt inn í en eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er hvort Hillary Clinton hafi verið nógu sterkur frambjóðandi gegn Trump. Spurning sem kviknar er meðal annars sú hvort Bernie Sanders, keppinautur Clinton í forkosningum hjá Demókrötum, hefði gengið betur í baráttunni við Trump. Í baráttunni um útnefningu Demókrata tönnlaðist Sanders á því að hann væri betri kostur í baráttunni við Trump, og kannanir studdu orð hans. Vafalítið hugsa margir kjósendur demókrata til orða Sanders. „Í hverri einustu stóru könnun sem gerð hefur verið undanfarinn mánuð, sex vikur, vinnum við yfirburðarsigur á Trump. Munurinn er alltaf meiri en á Clinton og honum,“ sagði Sanders í þættinum „Meet the Press“ á NBC í lok maí. Skömmu síðar vann Hillary Clinton nokkuð sigur á Sanders eftir nokkuð harða baráttu framan af og hlaut útnefningu flokksins.Að neðan má sjá umrætt viðtal við Sanders á NBC. Bent hefur verið á að á framboðsfundum Sanders hafi verið ára, spenna og stemning sem var ekki tilfellið í kosningabaráttu Clinton. Stuðningsmenn Clinton sögðust telja hana betri kost til að leiða Bandaríkin en aldrei sást ástríða á meðal stuðningsmannanna í líkingu við þá sem skapaðist í kosningabaráttu Barack Obama, fráfarandi forseta, fyrir átta árum. En það voru áþreifanlegir hlutir sem bentu til þess að sósíalistans Sanders væri betri kostur gegn Trump. Kannanir sýndu að barátta Sanders fyrir háskólamenntun fyrir alla, gegn skuldum námsmanna og áhrifum auðjöfra í stjórnmálum ásamt heilsugæslu fyrir alla gerðu hann að sterkari frambjóðanda gegn Donald Trump. Bernie Sanders lýsti yfir stuðningi við Hillary og ítrekað hann í gær þegar hann kaus. I hope today we defeat Donald Trump and we defeat him badly. https://t.co/8ttsSwcsnl pic.twitter.com/4Q1JDdglhV— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 8, 2016 Könnun NBC þann 15. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump 15 prósentustigamun en Clinton með 3 prósentustigamun. Könnun CBS þann 3. maí sagði að Sanders myndi leggja Trump með 13 prósentustigamun en Clinton með sex prósentustigum. Í könnun Fox News á svipuðum tíma var Trump spáð þriggja prósenta sigri á Clinton en fjögurra prósentustiga tapi gegn Sanders. Engin leið er að fullyrða um það hvort Sanders hefði gengið betur en Clinton í baráttunni um forsetaembættið, jafnvel þótt kannanir í maí renni fótum undir það. Ekki síst í ljósi þess að sigur Trump á Clinton í nótt er þvert á svo til allar kannanir og spár sem birtar hafa verið undanfarnar vikur og síðast í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45