Mótmælt fyrir utan Trump Tower: „Donald Trump er ekki minn forseti“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:42 Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Ljóst er að minnsta kosti hálf bandaríska þjóðin er í losti yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í New York þar sem fólk kom saman við Trump Tower í morgun til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Una tók mótmælendur tali, þar á meðal konu sem sagði Trump ekki vera sinn forseta. „Donald Trump er er ekki minn forseti. Hann er ekki maðurinn sem ég kaus. Og ég held að hann sé ekki maðurinn sem fólk heldur að hann sé, jafnvel þó það hafi kosið hann. Ég held að hann endurspegli ekki gildi þeirra. Og þær áherslur sem hann stendur fyrir eru ekki gildi sem við eigum að styðja sem þjóð.“ Hún taldi jafnframt að Trump geti ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði í baráttunni. „Margir kusu hann vegna þess að þau héldu að hann væri verkalýðshetja. Það er það sem ég held eftir samskipti mín við þá sem kusu hann. Þau héldu að hann væri maður sem myndi standa með þeim. Að hann myndi hjálpa verkalýðnum sem finnst hann vera jaðarsetturr. Að hann myndi hjálpa þeim við að ná árangri og finna tilgang í lífi sínu. Að hann myndi bjarga þeim og störfum þeirra. Hann hefur lofað því en ég er ekki viss um hvernig hann ætlar að fara að þvi. Ég held að hann muni bregðast þessu fólki vegna þess að hann hefur ekkir aunverulegar hugmyndir um hvernig hann ætlar að framkvæma það. Og ég tel að hann hafi ítrekað sýnt að honum sé í raun sama um verkalýðinn,“ sagði hún. „Hinn hópurinn kaus hann vegna gilda sem ameríska þjóðin ætti ekki að halda uppi, þetta hatur sem hann viðheldur. Mér finnst hann kærulaus með þetta hatur. Honum er sama hvern hann móðgar. Og við sem þjóð höfum valið að hleypa þessu hatri inn í líf okkar.“ Þá ræddi Una einnig við ungan mann, sem hafði miklar áhyggjur af ástandi fjölmiðla og hlutverki þeirra í kosningabaráttunni. „Þetta er augljóslega áfall. Mitt aðaláhyggjuefni núna eru fjölmiðlar. Hvernig gerðist þetta? Princeton sagði 99% líkur á að Clinton ynni. Huffington sagði 98% líkur. Mín skilaboð eru sú að kjósendum sem er skemmt eru ekki vel upplýstir kjósendur. Lýðræði er eitthvað sem þarf að vinna fyrir á hverjum degi og í allri umræðu. Raddir okkar hafa gengið kaupum og sölum, við þurfum að endurheimta þær. Þetta er ekki stjórnlaus aðgerðarstefna, þetta er það minnsta sem hægt er að gera sem borgari.“Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03