Elsti og yngsti þingmaðurinn: Sjálfstæðiskonan og Vinstri græni forsetaframbjóðandinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 11:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er yngsti þingmaðurinn og Ari Trausti Guðmundsson sá elsti. Vísir Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28