Elsti og yngsti þingmaðurinn: Sjálfstæðiskonan og Vinstri græni forsetaframbjóðandinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 11:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er yngsti þingmaðurinn og Ari Trausti Guðmundsson sá elsti. Vísir Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28