Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 09:47 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00
Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00