Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 09:47 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldinga Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00
Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00