Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Kristinn Geir Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 20. október 2016 22:15 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36