Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump segir að hann muni viðurkenna niðurstöðu forsetakosninganna sem fram fara þann 8. nóvember, ef hann ber sigur úr býtum.
„Ég mun viðurkenna niðurstöðuna í þessu sögulega forsetakjöri, ef ég vinn,“ sagði Trump á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í bænum Delaware í Ohio-ríki í dag.
Trump hefur verið harðlega gagnrýndur vegna orða sinna í kappræðum næturinnar þar sem hann neitaði að svara hvort hann muni viðurkenna niðurstöðu kosninganna.
„Ég mun taka afstöðu til þess þegar að sá tími kemur,“ sagði Trump á kosningafundinum og sakaði fjölmiðla og fleiri um að vera óheiðarlega. „En ég tel að kjósendur sjái í gegnum þetta.“
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar

Tengdar fréttir

Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka
Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt.

Satt og logið: Nýjum lygum varpað fram
Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær.