Körfubolti

Jóhann: "Vantaði bara Garcia í Cintamani-úlpunni“

Árni Jóhannsson skrifar
Jóhann svekktur á hliðarlínunni í kvöld.
Jóhann svekktur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/eyþór
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var spurður að því hvort leikurinn gegn KR í kvöld minnti ekki aðeins of mikið á seinustu heimsókn þeirra í DHL-höllina en hún endaði hrikalega á seinustu leiktíð.

„Jú, það vantaði bara Garcia í Cintamani úlpunni, það var það eina sem vantaði upp á,“ og átti þá við erlenda leikmann liðsisns á seinustu leiktíð sem átti afleitan dag í mars mánuði síðastliðnum.

Jóhann var þá inntur eftir útskýringum á lélegum leik sinna manna.

Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR-Grindavík 87-62 | KR lék á als oddi

„Við mættum bara flatir og lykilmenn voru litlir í sér og KR-ingar voru svo bara sterkir. Feykisterkir varnarlega og ýttu okkur út úr stöðum. Þegar við náðum að finna opin skot þá klikkuðum við og það var sama hvort það var undir körfunni eða stutt stökkskot. Ef við komumst í góða stöðu þá gripum við ekki boltann en þetta var saga fyrri hálfleiksins. KR á samt allt hrós skilið, þeir voru feykilega sterkir í kvöld og sýndu bara mátt sinn og megin.“

„Þetta er enginn heimsendir, við erum að vinna í ákveðnum hlutum og duttum bara út úr þeim strax í byrjun og náðum aldrei að koma okkur af stað aftur. Ég hef engar stórar áhyggjur af þessu. Þetta er samt skellur og óþægilegt hvernig við gáfumst upp og létum valta yfir okkur. Það er það sem ég er mest óánægður með ásamt því að við reynum að leggja leikinn upp og erum langt frá því og allt sem við tölum um á æfingum gengur ekki upp. Eins og ég segi þá er þetta skellur og risaskref til baka en við þurfum bara að standa upp og halda áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×