Mamma mín vill valkost... eins og Björt framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 22. október 2016 07:00 Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Nichole Leigh Mosty Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun