ISIS-liðar sakaðir um frekari ódæði í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 14:27 Vígamenn ISIS hafa kveikt elda í olíulindum og brennisteinsverksmiðju svo eitraðar reykgufur liggja yfir stórum svæðum. Vísir/AFP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00
Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48
Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00