Að jafna kjör unga fólksins Gísli Garðarsson skrifar 25. október 2016 14:06 Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú?
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar