Framtíðarsýn mín sem gamalmenni Baldur Vignir Karlsson skrifar 25. október 2016 00:00 Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F!
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun