Leiðindi María Bjarnadóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun