Frá orðum til athafna – Í okkar valdi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun