Engin sátt verði um að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð verði skildir eftir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 16:37 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á blaðamannafundi fyrr í dag. Vísir/Eyþór Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira