Engin sátt verði um að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð verði skildir eftir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 16:37 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á blaðamannafundi fyrr í dag. Vísir/Eyþór Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira