Alþjóðlegi sjónverndardagurinn Estella D. Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun