Alþjóðlegi sjónverndardagurinn Estella D. Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun